Messi bjargaði Barcelona - 100. mark Gerrard Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2008 20:44 Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira