Erlent

Ike Turner lést af ofstórum skammti af kókaíni

Dánarorsök tónlistarmannsins Ike Turner var ofstór skammtur af kókaíni en Turner lést í síðasta mánuði 76 ára að aldri.

Þetta kom fram við krufningu í Kaliforníu. Dóttir Turners segir að þessi niðurstaða hafa verið mikið áfall fyrir hana. Turner átti að baki langa sögu sem fíkniefnaneytandi en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann var í hópi bestu blús- og rokktónlistarmanna sinnar kynslóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×