Erlent

O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný

Siimpson var handjárnaður við fyrirtökuna í gær.
Siimpson var handjárnaður við fyrirtökuna í gær. MYND/AFP
O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði" og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu. Fyrrum körfuboltastjarnan greiddi tryggingu í gær og var leystur úr fangelsi rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi. Hann keyrði í burt á hvítri Mercedes Bens bifreið og talaði ekki við þá tugi ljósmyndara sem biðu hans.

Fyrr um daginn hafði Jackie Glass dómari í málinu haldið ræðu yfir Simpson þar sem hann var handjárnaður fyrir réttinum. Þá tvöfaldaði hún upphæð tryggingarinnar í tæplega 16 og hálfa milljón íslenskra króna. „Ég veit ekki herra Simpson hvað í veröldinni þú varst að hugsa, eða kannski er það vandamálið - þú varst ekki að hugsa," sagði hún.

Simpson var fyrirskiptað að hafa ekkert samband við vitorðsmenn sína eða vitni eftir að hann losnaði úr fangelsi í september.

Fyrirtakan í málinu í gær var vegna þess að hann hafði lagt orðljót skilaboð til Clarence Stewart sem einnig er ákærður í málinu. Ekki er víst að Stewart hafi fengið skilaboðin, en saksóknarinn Chris Owens sagði að þau hefðu verið ógnandi. Dómarinn sagði að henni hefði einfaldlega ekki líkað tóninn.

„Ég veit ekki hvort þetta er bara hroki. Ég veit ekki ef þetta er fáfræði," sagði hún „En þú varst settur í Clark County fangelsið á föstudag af því að þú varst hrokafullur eða fáfróður, eða bæði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×