Kaupa sér velvild Magnús Már Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2008 17:15 Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn ÍTR. Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að fá íþróttafélög hafi efni á því að bjóða borgarfulltrúum og embættismönnum í boð og veislur. ,,Það eru nokkur félög sem hafa efni á að halda slík boð og með því eru þau að kaupa sér ákveðna velvild." Íþróttafélög og önnur hagsmunasamtök sem eiga í samskiptum við borgina um fjárveitingar, lóðaúthlutanir og annað sem tengist starfsemi og rekstri þeirra bjóða mörg hver borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að þiggja boð í veislur og aðrar uppákomur á þeirra vegum. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag þá verður árlegt golfmót borgarstjórnar sem fer fram í september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur. Að leik loknum verður haldin verðlaunaafhending og kvöldverður í boði golfklúbbsins. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu. Stefán segir að menn þurfi að íhuga boð eins og þessi gaumgæfilega. Meðal annars í tilliti til þeirra siðareglna sem hafa verið til umræðu hjá borginni. ,,Mér hefur fundist varhugavert að þiggja boð eða taka þátt í veisluhöldum á sama tíma að viðkomandi samtök eru að sækja fé til borgarinnar. Ég hef ekki fundið mig í því og tekið þátt í þessum boðum," segir Stefán og bætir við eðlilegra sé að nota fjármunina í barna- og unglingastarf viðkomandi félaga. Aðspurður hvort Stefán deili þessari skoðun sinni með öðrum aðal- og varamönnum í borgarstjórn segir hann; ,,Ég hef líst þessari skoðun en því miður ekki fundið fyrir henni mikinn hljómgrunn." Tengdar fréttir Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22. ágúst 2008 16:28 Mega ekki búast við að eiga inni greiða hjá borgarfulltrúum Svandís Svavarsdóttir segir að borgarfulltrúar verði að vera hafnir yfir allan vafa hvað varðar samskipti við þá aðila sem sækjast eftir margsháttar fyrirgreiðslu frá borginni. 28. ágúst 2008 16:07 Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja gjafir og boð fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörin borgarstjóri, segir að að stjórnmálmenn eigi ekki að þiggja gjafir og boð frá fyrirtækjum. 21. ágúst 2008 19:48 Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu. 28. ágúst 2008 11:15 Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. 25. ágúst 2008 19:14 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að fá íþróttafélög hafi efni á því að bjóða borgarfulltrúum og embættismönnum í boð og veislur. ,,Það eru nokkur félög sem hafa efni á að halda slík boð og með því eru þau að kaupa sér ákveðna velvild." Íþróttafélög og önnur hagsmunasamtök sem eiga í samskiptum við borgina um fjárveitingar, lóðaúthlutanir og annað sem tengist starfsemi og rekstri þeirra bjóða mörg hver borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að þiggja boð í veislur og aðrar uppákomur á þeirra vegum. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag þá verður árlegt golfmót borgarstjórnar sem fer fram í september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur. Að leik loknum verður haldin verðlaunaafhending og kvöldverður í boði golfklúbbsins. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu. Stefán segir að menn þurfi að íhuga boð eins og þessi gaumgæfilega. Meðal annars í tilliti til þeirra siðareglna sem hafa verið til umræðu hjá borginni. ,,Mér hefur fundist varhugavert að þiggja boð eða taka þátt í veisluhöldum á sama tíma að viðkomandi samtök eru að sækja fé til borgarinnar. Ég hef ekki fundið mig í því og tekið þátt í þessum boðum," segir Stefán og bætir við eðlilegra sé að nota fjármunina í barna- og unglingastarf viðkomandi félaga. Aðspurður hvort Stefán deili þessari skoðun sinni með öðrum aðal- og varamönnum í borgarstjórn segir hann; ,,Ég hef líst þessari skoðun en því miður ekki fundið fyrir henni mikinn hljómgrunn."
Tengdar fréttir Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22. ágúst 2008 16:28 Mega ekki búast við að eiga inni greiða hjá borgarfulltrúum Svandís Svavarsdóttir segir að borgarfulltrúar verði að vera hafnir yfir allan vafa hvað varðar samskipti við þá aðila sem sækjast eftir margsháttar fyrirgreiðslu frá borginni. 28. ágúst 2008 16:07 Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja gjafir og boð fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörin borgarstjóri, segir að að stjórnmálmenn eigi ekki að þiggja gjafir og boð frá fyrirtækjum. 21. ágúst 2008 19:48 Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu. 28. ágúst 2008 11:15 Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. 25. ágúst 2008 19:14 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22. ágúst 2008 16:28
Mega ekki búast við að eiga inni greiða hjá borgarfulltrúum Svandís Svavarsdóttir segir að borgarfulltrúar verði að vera hafnir yfir allan vafa hvað varðar samskipti við þá aðila sem sækjast eftir margsháttar fyrirgreiðslu frá borginni. 28. ágúst 2008 16:07
Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja gjafir og boð fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörin borgarstjóri, segir að að stjórnmálmenn eigi ekki að þiggja gjafir og boð frá fyrirtækjum. 21. ágúst 2008 19:48
Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu. 28. ágúst 2008 11:15
Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. 25. ágúst 2008 19:14