Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja 25. ágúst 2008 19:14 Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. Eins og Vísir hefur greint frá þáðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson boð í veiðiferð í Miðfjarðará í ágúst í fyrra. Var það Haukur Leósson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem bauð þremenningunum í ferðina, en allir hafa þeir verið tengdir Orkuveitunni á einn eða annan hátt. Baugur átti veiðileyfin og var fjármálastjórinn Stefán Hilmarsson með í för. Þeir Vilhjálmur, Björn Ingi og Guðlaugur segjast ekki hafa vitað að Baugur ætti veiðileyfin. Ferðin hafi verið í boði Hauks sem hafa greitt fyrir þau en Guðlaugur segist hafa gert upp við Hauk eftir ferðina. Málið hefur vakið upp spurningar um gjafir og boð til stjórnmála- og embættismanna. Formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, gagnrýnir ferðir af þessu tagi og segir að stjórnmálamenn eigi ekki að þiggja slík boð. Guðni setur einnig spurningarmerki við þátt fyrirtækjanna í svona málum, en segir þá sem þáðu boðið hafa farið yfir velsæmismörk. Guðni segir skýringar fjórmenninga vel geta staðist en þeir verða að svara fyrir sig hvort þeir eigi að segja af sér. „Þeir fóru á svart svæði sem þeir eiga ekki að fara á," segir Guðni en fyrr í dag sagði hann jafnframt við Síðdegisútvarp Rásar 2 að Guðlaugur Þór ætti að framvísa kvittunum sem sýna að hann hafi greitt sjálfur fyrir veiðina. Aðspurður segist Guðni ekki hafa þegið slík boð í sinni ráðherratíð og minnist hann þess ekki að hafa verið boðið í slíka ferð. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. Eins og Vísir hefur greint frá þáðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson boð í veiðiferð í Miðfjarðará í ágúst í fyrra. Var það Haukur Leósson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem bauð þremenningunum í ferðina, en allir hafa þeir verið tengdir Orkuveitunni á einn eða annan hátt. Baugur átti veiðileyfin og var fjármálastjórinn Stefán Hilmarsson með í för. Þeir Vilhjálmur, Björn Ingi og Guðlaugur segjast ekki hafa vitað að Baugur ætti veiðileyfin. Ferðin hafi verið í boði Hauks sem hafa greitt fyrir þau en Guðlaugur segist hafa gert upp við Hauk eftir ferðina. Málið hefur vakið upp spurningar um gjafir og boð til stjórnmála- og embættismanna. Formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, gagnrýnir ferðir af þessu tagi og segir að stjórnmálamenn eigi ekki að þiggja slík boð. Guðni setur einnig spurningarmerki við þátt fyrirtækjanna í svona málum, en segir þá sem þáðu boðið hafa farið yfir velsæmismörk. Guðni segir skýringar fjórmenninga vel geta staðist en þeir verða að svara fyrir sig hvort þeir eigi að segja af sér. „Þeir fóru á svart svæði sem þeir eiga ekki að fara á," segir Guðni en fyrr í dag sagði hann jafnframt við Síðdegisútvarp Rásar 2 að Guðlaugur Þór ætti að framvísa kvittunum sem sýna að hann hafi greitt sjálfur fyrir veiðina. Aðspurður segist Guðni ekki hafa þegið slík boð í sinni ráðherratíð og minnist hann þess ekki að hafa verið boðið í slíka ferð.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira