Guðni: Stjórnmálamenn eiga ekki að þiggja boðsferðir einstaklinga og fyrirtækja 25. ágúst 2008 19:14 Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. Eins og Vísir hefur greint frá þáðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson boð í veiðiferð í Miðfjarðará í ágúst í fyrra. Var það Haukur Leósson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem bauð þremenningunum í ferðina, en allir hafa þeir verið tengdir Orkuveitunni á einn eða annan hátt. Baugur átti veiðileyfin og var fjármálastjórinn Stefán Hilmarsson með í för. Þeir Vilhjálmur, Björn Ingi og Guðlaugur segjast ekki hafa vitað að Baugur ætti veiðileyfin. Ferðin hafi verið í boði Hauks sem hafa greitt fyrir þau en Guðlaugur segist hafa gert upp við Hauk eftir ferðina. Málið hefur vakið upp spurningar um gjafir og boð til stjórnmála- og embættismanna. Formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, gagnrýnir ferðir af þessu tagi og segir að stjórnmálamenn eigi ekki að þiggja slík boð. Guðni setur einnig spurningarmerki við þátt fyrirtækjanna í svona málum, en segir þá sem þáðu boðið hafa farið yfir velsæmismörk. Guðni segir skýringar fjórmenninga vel geta staðist en þeir verða að svara fyrir sig hvort þeir eigi að segja af sér. „Þeir fóru á svart svæði sem þeir eiga ekki að fara á," segir Guðni en fyrr í dag sagði hann jafnframt við Síðdegisútvarp Rásar 2 að Guðlaugur Þór ætti að framvísa kvittunum sem sýna að hann hafi greitt sjálfur fyrir veiðina. Aðspurður segist Guðni ekki hafa þegið slík boð í sinni ráðherratíð og minnist hann þess ekki að hafa verið boðið í slíka ferð. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Sjá meira
Stjórnmálamenn og stjórnendur almannafyrirtækja eiga ekki að láta sér detta í hug að þiggja boð á borð við laxveiðiferðir af einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa siðferði til að hafna slíkum boðum. Eins og Vísir hefur greint frá þáðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson boð í veiðiferð í Miðfjarðará í ágúst í fyrra. Var það Haukur Leósson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem bauð þremenningunum í ferðina, en allir hafa þeir verið tengdir Orkuveitunni á einn eða annan hátt. Baugur átti veiðileyfin og var fjármálastjórinn Stefán Hilmarsson með í för. Þeir Vilhjálmur, Björn Ingi og Guðlaugur segjast ekki hafa vitað að Baugur ætti veiðileyfin. Ferðin hafi verið í boði Hauks sem hafa greitt fyrir þau en Guðlaugur segist hafa gert upp við Hauk eftir ferðina. Málið hefur vakið upp spurningar um gjafir og boð til stjórnmála- og embættismanna. Formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, gagnrýnir ferðir af þessu tagi og segir að stjórnmálamenn eigi ekki að þiggja slík boð. Guðni setur einnig spurningarmerki við þátt fyrirtækjanna í svona málum, en segir þá sem þáðu boðið hafa farið yfir velsæmismörk. Guðni segir skýringar fjórmenninga vel geta staðist en þeir verða að svara fyrir sig hvort þeir eigi að segja af sér. „Þeir fóru á svart svæði sem þeir eiga ekki að fara á," segir Guðni en fyrr í dag sagði hann jafnframt við Síðdegisútvarp Rásar 2 að Guðlaugur Þór ætti að framvísa kvittunum sem sýna að hann hafi greitt sjálfur fyrir veiðina. Aðspurður segist Guðni ekki hafa þegið slík boð í sinni ráðherratíð og minnist hann þess ekki að hafa verið boðið í slíka ferð.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Sjá meira