Innlent

Mega ekki búast við að eiga inni greiða hjá borgarfulltrúum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG.
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG.

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að borgarfulltrúar verði að vera hafnir yfir allan vafa hvað varðar samskipti við þá aðila sem sækjast eftir margsháttar fyrirgreiðslu frá borginni.

,,Það er mikilvægt að ekki sé búið að koma á einhverju sambandi milli borgarfulltrúa og aðila af þessu tagi þannig að viðkomandi megi búast við því að eiga inni greiða hjá borgarfulltrúanum," segir Svandís.

Íþróttafélög og önnur hagsmunasamtök sem eiga í samskiptum við borgina um fjárveitingar, lóðaúthlutanir og annað sem tengist starfsemi og rekstri þeirra bjóða mörg hver borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að þiggja boð í veislur og aðrar uppákomur á þeirra vegum.

Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag þá verður árlegt golfmót borgarstjórnar sem fer fram í september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur. Að leik loknum  verður haldin verðlaunaafhending og kvöldverður í boði golfklúbbsins. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.

Svandís segist helst vilja að kjörnir fulltrúar setji sér persónuleg mörk en jafnframt geta þeir starfað eftir siðreglum viðkomandi sveitarfélags eða stjórnmálaflokks að því gefnu að þær séu til staðar.

Fyrr í dag samþykkti borgarráð samhljóða að skipa fimm manna starfshóp til að ljúka gerð siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar.


Tengdar fréttir

Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir

Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september

Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×