Innlent

Björguðu manni úr brennandi húsi

Slökkviliðsmenn björguðu manni úr brennandi húsi. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmenn björguðu manni úr brennandi húsi. Mynd úr safni. Mynd/ Anton
Eldur kviknaði í nótt í yfirgefnu húsi við Hverfisgötu, sem til stendur að rífa. Reykkafarar voru strax sendir inn í húsið til að kanna hvort það væri ekki örugglega mannlaust, en fundu þá sofandi útigangsmann í risi þess og björguðu honum út. Slökkvistarf gekk vel, en slökkviliðið hefur vaxandi áhyggjur af frágangi húsa, sem bíða niðurrifs þar sem ítrekað hefur verið kveikt í þeim. Grunur leikur á að svo sé í þessu tilviki líka.

Eldur kviknaði einnig í tveimur mannlausum bílum með skömmu millibili í Kópavogi í nótt og var slökkviliðið kallað til í báðum tilvikum. Báðir bílarnir skemmdust talsvert. Tæknideild lögreglunnar mun í dag rannsaka hvort kveikt hafi verið í bílunum. Verið er að rannsaka hvort kveikt hafi verið í bílunum tveimur, sem eyðilögðust í eldi við Meistaravelli í Reykjavík snemma í gærmorgun og hvort tengsl séu hugsanlega þar á milli. Engin hefur verið handtekinn vegna rannsóknarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×