Skuldir þjóðarbúsins verða 100 prósent af landsframleiðslu 30. október 2008 10:43 MYND/Vilhelm Skuldir ríkissjóðs munu fara úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár í 100 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir landið. Það mun jafnframt taka ríkissjóð nokkur ár að vinna sig út úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætsiráðherra sem flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir sagði að fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum mánuðum að efnahagsþreningarnar yrðu svo miklar að við þyrftum að leita til Alþjóðagjaldeyrssjóðsins. Hin alþjóðlega kreppa hefði breytt hinni efnahagslegu heimsmynd og margar ríkisstjórnir hefðu nú leitað til sjóðsins. Enn fremur hefðu margar af stöndugustu þjóðum heims róið lífróður til þess að bjarga sínum mörkuðum og beitt meðulum sem menn héldu að hætt væri að nota. Sagði Geir fáar þjóðir hafa gripið til jafnróttækra aðgerða og Íslendingar en unnið hefði verið linnulaust að því að lágmarka skaðann. Stærsta verkefnið að ná niður verðbólgu Það væri sameiginlegt verkefni á Alþingi að vinna sig út úr vandanum og þá treysti Geir því að þjóðin sýndi skilning á því sem þyrfti að gera. Hann sagði skort á gjaldeyri hafa veikt gengi krónunnar með tilheyrandi áhrifum á verðlag og verðbólgu. Stærsta verkefnið væri að ná niður verðbólgu og skapa grundvöll fyrir vaxtalækkun. Til þess þyrftum við lán. Geir sagði ríkissjóð verða fyrir tekjutapi og þá yrði enn fremur halli á ríkissjóði vegna efnahagsaðgerða. Allt útlit væri fyrir að við yrðum nokkur ár vinna okkur út úr hallarekstri ríkissjóðs. Hann sagði að fjármagn þyrfti inn í Seðlabankann og nýju bankana til að koma þeim af stað og til þess þyrfti að taka lán. „Auðvitað er það engin óskastaða," sagði Geir og reynsla Íslendinga af því væri ekki góð. Hins vegar hefði verið ráðist í niðurgreiðslu skulda á síðustu árum og það kæmi sér vel núna. Vongóður um lán frá frændþjóðum Geir sagði að þegar leitað hefði verið eftir lánum hjá öðrum þjóðum hefði alls staðar komið fram að forsenda slíks væri samtarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Aðkoma sjóðsins væri ekki einasta mikilvæg heldur opnaði á fleiri lán. Geir sagðist hafa fundað með norrænum forsætisráðherrum í Helsinki á dögunum og þar hefði komið fram góð samstaða. Hann teldi góðar líkur á að norrænu ríkin myndu veita okkur aðstoð í formi láns. Þá þakkaði Geir fyrir hönd þings og þjóðar Færeyingum fyrir aðstoð sína en þeir hafa boðið 300 milljóna lán í dönskum krónum. Geir sagði Íslendinga enn standa í deilum við Breta og að ríkisstjórnin hefði falið breskri lögmannsstofu að kanna grunvdöll fyrir lögsókn vegna beitingu hryðjuyverkalaga í Bretlandi. Sú ákvörðun hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga, þar á meðal á þá sem komu þar hvergi nærri. Vonaði hann að sameiginleg lausn fengist á málum Icesave-reikninga en ríkisstjórnin myndi ekki fallast á skilmála Breta sem settu efnahag Íslendinga í rúst. Geir fjallaði enn fremur um efnahagsáætlun sem stjórnvöld hefðu unnið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika. Samkomulagið yrði vonandi lagt fyrir stjórn sjóðsins á þriðjudag. Sagðist Geir hafa rætt við Dominque Strauss-Kahn í gærkvöld sem sagðist ekki sjá neina meinbugi á því að málið fengi eðlilega meðferð á næsta fundi stjórnarinnar. Því væru líkur á að Íslendingar fengju strax í næstu viku 840 milljónir dollara að láni frá sjóðnum samkvæmt samkomulagi. Stýrivaxtahækkun eins og skerðing á þorskafla Geir sagði enn fremur að það væri forgangsverkefni að koma á stöðugu gengi krónunnar til þess að koma í vef fyrir frekari verðbólgu. Grípa hefði þurt til aðgerða og hækkun stýrivaxta í 18 prósent væri liður í því að koma í veg fyrir frekara útstreymi fjármagns frá landinu og leiddi vonandi einnig til innstreymis. Þá sagði Geir enn fremur að reglur um lausafjárstýringu yrðu einnig hertar. Geir líkti stýrivaxtahækkuninni við þá aðgerða stjórnvalda í fyrra að skera niður þorskkvótann. Aðgerðirnar kostuðu tímabundinn sársauka en myndu skila sér ríkulega síðar. Þá sagði Geir að bráðabirgðaniðurstöður um uppgjör á þroti bankanna bentu til að kostnaður við það gæti numið 85 prósentum af vergri landsframleiðsu. Ríkið hygðist hins vegar ekki eiga bankana til langframa og því myndi eitthvað af fjármununum skila sér til baka. Hann benti á að ofan á þennan kostnað bættist svo halli á ríkissjóði sem yrði allt að 10 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Brútttóskuldir þjóðarbúsins færu því úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í 100 prósent á næsta ári. Bankakreppan myndi því setja opinbera geiranum þrengri skorður. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina stefna að því að minnka halla ríkissjóðs um 2-3 prósent á ári til ársins 2013. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Skuldir ríkissjóðs munu fara úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár í 100 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir landið. Það mun jafnframt taka ríkissjóð nokkur ár að vinna sig út úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætsiráðherra sem flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir sagði að fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum mánuðum að efnahagsþreningarnar yrðu svo miklar að við þyrftum að leita til Alþjóðagjaldeyrssjóðsins. Hin alþjóðlega kreppa hefði breytt hinni efnahagslegu heimsmynd og margar ríkisstjórnir hefðu nú leitað til sjóðsins. Enn fremur hefðu margar af stöndugustu þjóðum heims róið lífróður til þess að bjarga sínum mörkuðum og beitt meðulum sem menn héldu að hætt væri að nota. Sagði Geir fáar þjóðir hafa gripið til jafnróttækra aðgerða og Íslendingar en unnið hefði verið linnulaust að því að lágmarka skaðann. Stærsta verkefnið að ná niður verðbólgu Það væri sameiginlegt verkefni á Alþingi að vinna sig út úr vandanum og þá treysti Geir því að þjóðin sýndi skilning á því sem þyrfti að gera. Hann sagði skort á gjaldeyri hafa veikt gengi krónunnar með tilheyrandi áhrifum á verðlag og verðbólgu. Stærsta verkefnið væri að ná niður verðbólgu og skapa grundvöll fyrir vaxtalækkun. Til þess þyrftum við lán. Geir sagði ríkissjóð verða fyrir tekjutapi og þá yrði enn fremur halli á ríkissjóði vegna efnahagsaðgerða. Allt útlit væri fyrir að við yrðum nokkur ár vinna okkur út úr hallarekstri ríkissjóðs. Hann sagði að fjármagn þyrfti inn í Seðlabankann og nýju bankana til að koma þeim af stað og til þess þyrfti að taka lán. „Auðvitað er það engin óskastaða," sagði Geir og reynsla Íslendinga af því væri ekki góð. Hins vegar hefði verið ráðist í niðurgreiðslu skulda á síðustu árum og það kæmi sér vel núna. Vongóður um lán frá frændþjóðum Geir sagði að þegar leitað hefði verið eftir lánum hjá öðrum þjóðum hefði alls staðar komið fram að forsenda slíks væri samtarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Aðkoma sjóðsins væri ekki einasta mikilvæg heldur opnaði á fleiri lán. Geir sagðist hafa fundað með norrænum forsætisráðherrum í Helsinki á dögunum og þar hefði komið fram góð samstaða. Hann teldi góðar líkur á að norrænu ríkin myndu veita okkur aðstoð í formi láns. Þá þakkaði Geir fyrir hönd þings og þjóðar Færeyingum fyrir aðstoð sína en þeir hafa boðið 300 milljóna lán í dönskum krónum. Geir sagði Íslendinga enn standa í deilum við Breta og að ríkisstjórnin hefði falið breskri lögmannsstofu að kanna grunvdöll fyrir lögsókn vegna beitingu hryðjuyverkalaga í Bretlandi. Sú ákvörðun hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga, þar á meðal á þá sem komu þar hvergi nærri. Vonaði hann að sameiginleg lausn fengist á málum Icesave-reikninga en ríkisstjórnin myndi ekki fallast á skilmála Breta sem settu efnahag Íslendinga í rúst. Geir fjallaði enn fremur um efnahagsáætlun sem stjórnvöld hefðu unnið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika. Samkomulagið yrði vonandi lagt fyrir stjórn sjóðsins á þriðjudag. Sagðist Geir hafa rætt við Dominque Strauss-Kahn í gærkvöld sem sagðist ekki sjá neina meinbugi á því að málið fengi eðlilega meðferð á næsta fundi stjórnarinnar. Því væru líkur á að Íslendingar fengju strax í næstu viku 840 milljónir dollara að láni frá sjóðnum samkvæmt samkomulagi. Stýrivaxtahækkun eins og skerðing á þorskafla Geir sagði enn fremur að það væri forgangsverkefni að koma á stöðugu gengi krónunnar til þess að koma í vef fyrir frekari verðbólgu. Grípa hefði þurt til aðgerða og hækkun stýrivaxta í 18 prósent væri liður í því að koma í veg fyrir frekara útstreymi fjármagns frá landinu og leiddi vonandi einnig til innstreymis. Þá sagði Geir enn fremur að reglur um lausafjárstýringu yrðu einnig hertar. Geir líkti stýrivaxtahækkuninni við þá aðgerða stjórnvalda í fyrra að skera niður þorskkvótann. Aðgerðirnar kostuðu tímabundinn sársauka en myndu skila sér ríkulega síðar. Þá sagði Geir að bráðabirgðaniðurstöður um uppgjör á þroti bankanna bentu til að kostnaður við það gæti numið 85 prósentum af vergri landsframleiðsu. Ríkið hygðist hins vegar ekki eiga bankana til langframa og því myndi eitthvað af fjármununum skila sér til baka. Hann benti á að ofan á þennan kostnað bættist svo halli á ríkissjóði sem yrði allt að 10 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Brútttóskuldir þjóðarbúsins færu því úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í 100 prósent á næsta ári. Bankakreppan myndi því setja opinbera geiranum þrengri skorður. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina stefna að því að minnka halla ríkissjóðs um 2-3 prósent á ári til ársins 2013.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira