Erlent

Sprengja grandar 20 á Sri Lanka

Embættismenn rannsaka sprengjustaðinn þar sem sprengja sprakk í troðfullum strætisvagni í bænum Dambulla í 147 kílómetra norður af höfuðborginni Colombo í morgun og grandaði að minnsta kosti 20 manns.
Embættismenn rannsaka sprengjustaðinn þar sem sprengja sprakk í troðfullum strætisvagni í bænum Dambulla í 147 kílómetra norður af höfuðborginni Colombo í morgun og grandaði að minnsta kosti 20 manns.

Átján manns létu lífið og rúmlega fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í rútu á Sri Lanka í morgun. Stjórnvöld saka skæurliða tamíla um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Tamíl-tígrar eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök, en þeir þvertaka jafnan fyrir aðild að slíkum árásum.

Um 700 manns hafa látið lífið í átökum á Sri Lanka síðan stjórnvöld sögðu upp vopnahléssamkomulaginu, sem sveitir Íslendinga og Norðmanna höfðu eftirlit með. Einn innlendur starfsmaður norræna eftirlitsins hefur nú fengið stöðu flóttamanns hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×