Framtíð peningamála verði rædd eftir að erfiðleikar eru yfirstaðnir 18. mars 2008 13:02 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir óvarlegt að gagnrýna Seðlabankann í þeirri stöðu sem nú er uppi í efnahagslífinu. Hann vill að menn komist í gegnum þann öldudal sem efnahagslífið er í nú og ræði síðan framtíð peningamála í landinu. Björgvin var gestur í hádegisviðtali Markaðarins í dag. Þar var hann meðal annars spurður um hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki brugðist við aðstæðum í efnahags- og atvinnulífi. Hann benti hins vegar á að ýmislegt hefði verið gert. Til stæði að lækka tekjuskatt fyrirtækja og hækka persónuafslátt og þá hefði hann lagt fram frumvarp sem auðveldaði félögum skráningu í erlendri mynt. Um gagnrýni þess efnis að ríkisstjórnin gripi ekki inn í ástandið sagði Björgvin að ríkisstjórnin hefði ekki tæki til að grípa inn í þróunina sem ætti rætur sínar á alþjóðlegum markaði. Menn hefðu ákveðna tilhögun í peningamálum og ekki yrði hlaupið frá henni vegna ágjafar á bátinn. Menn hefðu lengi bent á það að gengi krónunnar hefði verið alltof hátt skráð og vitað væri að gengið myndi lækka. Vonast hefði verið eftir því að það gerðist hægt og því hefði vaxtastigið verið svo hátt hjá Seðlabankanum. Skortir yfirsýn yfir stöðuna Björgvin sagði erfitt að meta ástandið inni í sveiflunni sjálfri og menn vantaði yfirsýnina. Meðan þessi miklu vandræði, þessi taugaveiklun væri á markað myndi verða óróleiki á íslenskum fjármálamörkum. Björgvin sagði aðspurður að mikill þungi væri í umræðu um framtíðarfyrirkomulag gjaldeyrismála. „Umræðan er þung, hún er mikil, hún er alls staðar," sagði Björgvin og vísaði meðal annars til Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráð. Samfylkingin hefði markað sér þá stefnu að ganga ætti inn í Evrópusambandið en dómsmálaráðherra hefði í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudag bent á að það þyrfti vegvísi í málinu, til að mynda hvort þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera um bæði aðildarviðræður og aðildina sjálfa. Björgvin sagðist telja að stærstir ávinningurinn af inngöngu í ESB væri aðild að myntbandalaginu en ekki væri gott að taka umræðu um það þegar ástandið væri eins og nú. Það skipti máli að halda ró sinni og komast í gegnum erfiðleikana og þegar það væri afstaðið væri hægt að ræða framtíðarfyrirkomulag peningamála. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir óvarlegt að gagnrýna Seðlabankann í þeirri stöðu sem nú er uppi í efnahagslífinu. Hann vill að menn komist í gegnum þann öldudal sem efnahagslífið er í nú og ræði síðan framtíð peningamála í landinu. Björgvin var gestur í hádegisviðtali Markaðarins í dag. Þar var hann meðal annars spurður um hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki brugðist við aðstæðum í efnahags- og atvinnulífi. Hann benti hins vegar á að ýmislegt hefði verið gert. Til stæði að lækka tekjuskatt fyrirtækja og hækka persónuafslátt og þá hefði hann lagt fram frumvarp sem auðveldaði félögum skráningu í erlendri mynt. Um gagnrýni þess efnis að ríkisstjórnin gripi ekki inn í ástandið sagði Björgvin að ríkisstjórnin hefði ekki tæki til að grípa inn í þróunina sem ætti rætur sínar á alþjóðlegum markaði. Menn hefðu ákveðna tilhögun í peningamálum og ekki yrði hlaupið frá henni vegna ágjafar á bátinn. Menn hefðu lengi bent á það að gengi krónunnar hefði verið alltof hátt skráð og vitað væri að gengið myndi lækka. Vonast hefði verið eftir því að það gerðist hægt og því hefði vaxtastigið verið svo hátt hjá Seðlabankanum. Skortir yfirsýn yfir stöðuna Björgvin sagði erfitt að meta ástandið inni í sveiflunni sjálfri og menn vantaði yfirsýnina. Meðan þessi miklu vandræði, þessi taugaveiklun væri á markað myndi verða óróleiki á íslenskum fjármálamörkum. Björgvin sagði aðspurður að mikill þungi væri í umræðu um framtíðarfyrirkomulag gjaldeyrismála. „Umræðan er þung, hún er mikil, hún er alls staðar," sagði Björgvin og vísaði meðal annars til Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráð. Samfylkingin hefði markað sér þá stefnu að ganga ætti inn í Evrópusambandið en dómsmálaráðherra hefði í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudag bent á að það þyrfti vegvísi í málinu, til að mynda hvort þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera um bæði aðildarviðræður og aðildina sjálfa. Björgvin sagðist telja að stærstir ávinningurinn af inngöngu í ESB væri aðild að myntbandalaginu en ekki væri gott að taka umræðu um það þegar ástandið væri eins og nú. Það skipti máli að halda ró sinni og komast í gegnum erfiðleikana og þegar það væri afstaðið væri hægt að ræða framtíðarfyrirkomulag peningamála.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira