Spænska knattspyrnusambandið vill ekki útiloka það að David Villa spili með í úrslitaleik Evrópumótsins sem fram fer á sunnudag. Villa meiddist í undanúrslitaleiknum gegn Rússlandi.
Meiðsli hans verða skoðuð gaumgæfilega áður en ákvörðun verða tekin. Knattspyrnusamband Spánar ætlar að gefa út yfirlýsingu þegar niðurstöður eru komnar.
Villa hefur skorað fjögur mörk á EM og verið einn af mönnum mótsins til þessa.