Innlent

Farfuglar streyma til landsins

Farfuglarnir halda áfram að koma til landsins þessa dagana, þrátt fyrir leiðindaveður.

Fyrstu stelkarnir sáust á Sílavík á Höfn í gær, samkvæmt upplýsingum Brynjúlfs Brynjólfssonar, fuglaáhugamanns á Hornafirði, sem segir að urtöndum hafi fjölgað all nokkuð.

Þá sé greinilegt að tjaldar hafi komið í töluverðu magni undanfarna daga. Lóur eru einnig farnar sjást hér og þar um landið. Þannig sáust heiðlóur í Kópavogi fyrir tíu dögum og á páskadag sáust 4 heiðlóur á túni rétt við Hornafjarðarflugvöll.

Þetta þykir eðlilegur tími fyrir fyrstu lóurnar en almennt koma þær ekki fyrr en um miðjan apríl. Sílamáfurinn var sennilega fyrsturf arfuglanna og bárust fregnir af honum í febrúar. Þá sást fyrsti skúmur ársins við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi fyrir rúmri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×