Innlent

Kona um þrítugt reyndi vopnað rán í Select-búð

Kona um þrítugt reyndi vopnað rán í Select-búðinni við Bústaðaveg í morgun.

Að sögn lögreglunnar kom konan inn í búðina um tuttutu mínútur fyrir klukkan átta vopnuð hnífum í sitthvorri hendi sem hún ógnaði afgreiðslumanni með og krafðist peninga af honum. Er afgreiðslumaðurinn tjáði henni að hann væri ekki með neina peninga í skúffu sinni stökk konan út og í bíl og keyrði á brott.

Lögreglan fékk bílnúmerið og gat með því rakið sig heim til konu þessarar. Hún var síðan handtekin og situr nú í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×