Erlent

Margir liggja í valnum eftir sprengjuárás á Sri Lanka

Að minnsta kosti 23 eru látnir eftir sprengjuárás á rútu á Sri Lanka í morgun og fimmtíu liggja sárir eftir.

Árásin átti sér stað við bæinn Buttala í miðju landsins. Herinn kennir Tamil tígrum um árásina en hún kom í kjölfar þess að stjórn Sri Lanka sagði upp vopnahlésamkomulagi sínu við Tamil tígrana á dögunum.

Samkvæmt fyrstu fregnum af tilræðinu var stór hópur skólabarna meðal fórnarlambanna í árásinni. Reiknað er með að stríðið milli Tamil tígranna og stjórnarhersins á Sri Lanka muni færast í aukanna á næstunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×