Erlent

Rússar segja kosningaeftirlit ÖSE mega koma 20. febrúar

Vladímír Pútín Rússlandsforseti og líklegur eftirmaður hands, Dímítí Medvedev.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og líklegur eftirmaður hands, Dímítí Medvedev. MYND/AP

Rússar buðust í dag til þess að draga úr takmörkunum sem settar höfðu verið á starf kosningaeftirlitsmanna á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu vegna forsetakosninga sem verða 2. mars.

Interfax-fréttastofan hefur eftir Igor Borisov, fulltrúa í yfirkjörstjórn Rússlands, að eftirlitsmönnum ÖSE verði boðið að hefja störf 20. febrúar en áður höfðu þeir sett þau skilyrði að kosningaeftirlitið hæfist þremur dögum fyrir kosningarnar. ÖSE vill hins vegar hefja kosningaeftirlit nú þegar en af því verður ekki.

Samskipti ÖSE og Rússa hafa verið stirð að undanförnu, ekki síst eftir að Rússar takmörkuðu mjög kosningaeftirlit í þingkosningum í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×