Tónlistarhátíð fyrir unglinga 22. ágúst 2008 06:00 Steinar undirbýr þessa dagana tónlistarhátíðina Iceland Music Festival sem verður haldin í september. Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan september. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dagstraumur. Maðurinn á bak við hátíðina er hinn sextán ára Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða útgáfufyrirtækis MediStream Records. „Mig langaði að halda eitthvað skemmtilegt festival," segir Steinar um hátíðina. „Þeir sem voru í kringum mig vildu geta farið á Iceland Airwaves en þar er átján ára aldurstakmark. Þannig að ég vildi halda þessa hátíð svo krakkar yfir þrettán ára gætu fengið þessa Airwaves-upplifun," segir hann. Technobandið verður á meðal þeirra sem troða upp á tónlistarhátíðinni. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi og sér Steinar alfarið um hann sjálfur. Vonast hann til að fimmtán hljómsveitir komi fram á hátíðinni og er helmingurinn þegar búinn að staðfesta komu sína. Leit stendur einnig yfir að fersku elektró-bandi sem fær þann heiður að opna hátíðina og geta áhugasamir sent umsókn á netfangið contact@mediastreamrecords.com. Hvað varðar MediaStream Records þá er Steinar þegar búinn að semja við Haffa Haff, Sesar A, Daniel Alvin og Dabba T og vonast til að bæta fleiri skjólstæðingum í sarpinn. „Þetta er mjög gaman. Maður er kominn með svolítið aukavald. Ég er búinn að gera hitt og þetta áður og gaf til dæmis út Dabba T-plötuna. Maður er farinn að þekkja allt þetta fólk," segir hann. - fb Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan september. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dagstraumur. Maðurinn á bak við hátíðina er hinn sextán ára Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða útgáfufyrirtækis MediStream Records. „Mig langaði að halda eitthvað skemmtilegt festival," segir Steinar um hátíðina. „Þeir sem voru í kringum mig vildu geta farið á Iceland Airwaves en þar er átján ára aldurstakmark. Þannig að ég vildi halda þessa hátíð svo krakkar yfir þrettán ára gætu fengið þessa Airwaves-upplifun," segir hann. Technobandið verður á meðal þeirra sem troða upp á tónlistarhátíðinni. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi og sér Steinar alfarið um hann sjálfur. Vonast hann til að fimmtán hljómsveitir komi fram á hátíðinni og er helmingurinn þegar búinn að staðfesta komu sína. Leit stendur einnig yfir að fersku elektró-bandi sem fær þann heiður að opna hátíðina og geta áhugasamir sent umsókn á netfangið contact@mediastreamrecords.com. Hvað varðar MediaStream Records þá er Steinar þegar búinn að semja við Haffa Haff, Sesar A, Daniel Alvin og Dabba T og vonast til að bæta fleiri skjólstæðingum í sarpinn. „Þetta er mjög gaman. Maður er kominn með svolítið aukavald. Ég er búinn að gera hitt og þetta áður og gaf til dæmis út Dabba T-plötuna. Maður er farinn að þekkja allt þetta fólk," segir hann. - fb
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira