Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2008 13:23 Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården. Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira