Innlent

Ökumenn þurftu aðstoð víða á Suðurlandi

Lögregla og björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn víða á Suðurlandi í gærkvöldi, þar sem þeir sátu fastir í bílum sínum.

Undir kvöld fór að hvessa og skafa og dró þá í skafla hér og þar. Engin lenti í teljandi hrakningum og ökumaður slapp ómeiddur þegar bíll hans valt. Bíllinn er líka óskemmdur því hann valt út í skafl.

Ökumaður slapp ómeiddur þegar stór snjóruðningsbíll snérist og fór út af Eyrarbakkavegi, á móts við bæinn Stekka, upp úr klukkan sex í morgun. Hann var á talsverðri ferð þegar hann fór útaf og skemmdust ruðningsbúnaðurinn og bíllinn sjálfur.

Óhappið hægir eitthvað á snjóruðningi á svæðinu því bíllinn mun vera úr leik fyrst um sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×