Eiður: Mourinho góður kostur fyrir Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 14:18 Eiður Smári fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form." Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form."
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira