Erlent

Kjaraviðræður opinberra starfsmanna í Þýskalandi í strand

Opinberir starfsmenn efndu til mótmæla í München á dögunum þar sem þeir kröfðust hærri launa.
Opinberir starfsmenn efndu til mótmæla í München á dögunum þar sem þeir kröfðust hærri launa. MYND/AP

Kjaraviðræður milli þýskra yfirvalda og forsvarsmanna opinberra starfsmanna sigldu í strand í dag og útlit er fyrir að þeim verði skotið til gerðardóms eða annars sáttasemjara.

Þetta sagði Wolfgang Schaeuble, innanríkisráðherra landsins, í morgun. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa farið fram á átta prósenta launahækkun fyrir um tvær milljónir starfsmanna hins opinbera en ríkið býður fimm prósenta hækkun. Þá er einnig deilt um vinnutíma.

Schaeuble segir að þriðji aðili muni nú koma að deilunni en talið er að ef ekki náist samkomulag fyrir mánaðamót bresti á allsherjarverkfall. Á síðustu dögum hafa um hundrað þúsund opinberir starfsmenn efnt til viðvörunarverkfalla og hefur það haft áhrif á samgöngur og starfsemi spítala og leikskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×