Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot 1. júlí 2008 14:35 MYND/Völundur Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48