Innlent

Alþjóðleg dýraverndunarsamtök fagna björgunaraðgerðum

Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin IFAW (International Fund for Animal Welfare) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að bjarga hvítabirninum í Skagafirði er fagnað. Segir sérstaklega í fréttatilkynningunni að það sé fagnaðarefni að Íslendingar og Danir skuli vinna saman að því að bjarga lífi bjarnarins.

„Að skjóta dýr er alltaf lokaúrræði og það er nú þegar skref fram á við frá síðasta atviki að ríkisstjórnin vinni nú að mannúðlegri niðurstöðu," segir í fréttatilkynningunni. Samtökin segja jafnframt að þau vilji bjóða fram sérfræðiþekkingu sína til að hægt sé að koma dýrinu aftur lifandi til sinna náttúrulegu heimkynna og hjálpa til við smíði viðbragðsáætlunar fyrir atvik af þessu tagi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×