Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit 30. apríl 2008 21:07 Fyrir mömmu. Frank Lampard mun líklega aldrei gleyma leiknum í kvöld NordcPhotos/GettyImages Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira