Erlent

Hættulegt að heita Kurt Westergaard í Danmörku

Hin eini sanni Kurt Westergaard.
Hin eini sanni Kurt Westergaard.

Það er ekki með öllu óhætt að heita Kurt Westergaard þessa dagana ef marka má frétta hins danska Jótlandspóstsins. Fjöldi alnafna Múhameðsteiknarans hefur nefnilega fengið líflátshótanir síðustu daga.

Teiknarinnar Kurt Westergaard varð heimsfrægur á dögunum þegar lögreglan í Danmörku fletti ofan af áformum manna um að ráða hann af dögum vegna þess að hann teiknaði eina af skopmyndunum sem birtust í Jótlandspóstinum haustið 2005. Dönsk blöð endurbirtu svo mynd hans en það hefur haft afleiðingar fyrir nokkra af alnöfnum hans.

Alls á Westergaard 81 alnafna í Danmörku og hafa margir þeirra fengið hótanir í gegnum síma eða í bréfum á síðustu dögum og vikum. Kveður svo rammt að þessu að danska leyniþjónustan hefur verið kölluð til, til að gæta nokkurra þeirra.

Teiknaranum Kurt Westergaarde þykir leitt að nafnar hans fái hótanir vegna málsins „en þetta dregur aðeins úr þeim gríðarlega þrýstingi sem er á mig," segir Westergaard en leyniþjónustan fylgist einnig með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×