Innlent

Kílóverðið á urriða hátt í Þistilfirði

Urriði.
Urriði.

Aðalbjörg Sigfúsdóttir, systir Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns, var í síðustu viku dæmd fyrir brot gegn lögum um lax- og silungsveiði.

Aðalbjörg var að veiðum fyrir landi Gunnarsstaða í Þistilfirði með tveimur silunganetum þann 25. júlí 2006. Bann er við veiðum göngusilungs í sjó frá 1. apríl til 1. október ár hvert og bannað er að leggja net nærri ósum straumvatns, samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði.

Steingrímur J. Sigfússon segist hvergi hafa komið nærri málinu, en hann hafi haft af því spurnir. Hann segir að þau lög og reglugerðir sem liggi að baki dómnum séu mjög umdeild.

Aðalbjörg var dæmd til að greiða 10 þúsund króna sekt vegna veiðanna en í netunum höfðu fundist þorskur og urriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×