Innlent

Leggja áherslu á að loðna fari í frystingu

Loðnuútgerðir og sjómenn leggja nú ofuráherslu að sem mest af takmörkuðum aflaheimildum fari í frystingu til manneldis því gríðarlegur verðmunur er á afurðum eftir vinnslu.

Markaður fyrir frystar loðnuafurðir til manneldis er góður og sama er að selgja um mjöl og lýsi úr bræðslunni sem fer í skepnufóður. En loðna og loðna eru hreint ekki það sama þegar kemur að loka uppgjöri, því verð fyrir tonnið af mjöli og lýsi er rösklega 17 þúsund krónur en allt upp í 270 þúsund krónur fyrir hrogn á Japansmarkað.

Rúmlega 42 þúsund fást fyrir tonnið af heilfrystri loðnu til Rússlands, 60 þúsund til Japans og fyrir hrogn á Austur-Evrópumarkað fást 60 þúusnd krónur fyrir tonnið.

Fyrsta loðnan barst til Vestmannaeyja í gærkvöldi eftir að veiðibanninu var aflétt í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×