Innlent

Óðinn mátaður við bryggjuna við Sjóminjasafið

Nú klukkan hálfellefu var ætlunin að máta varðskipið Óðinn við bryggjuna við Sjóminjasafnið í Reykjavík en ætlunin er að gera skipið að safni um björgunarsögu Landhelgisgæslunnar og þorskastríðin.

Faxaflóahafnir hafa látið smíða veglegan stálramma utan um Verbúðarbryggju þar sem skipið mun liggja og setja þarf sérsmíðaðar klær utan á síðu skipsins sem krækjast sem festingar á bitana. Skipið mun þannig færast upp og niður í brautum eftir sjávarföllum. Þá er ætlunin að dráttarbáturinn Magni liggi hinum megin við bryggjuna, en hann er fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi.

Bent er á í tilkynningu að Hollvinasamtök Óðins hafi verið stofnuð haustið 2006 en síðan þá hefur verið unnið ötullega að forða skipinu frá glötun. Hollvinasamtökin hafa nú samið við Sjóminjasafnið um að varðveita og reka skipið sem fljótandi safn um sögu þroskastríða og sjóbjörgunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×