Innlent

Níu slösuðust í tveimur árekstrum á Akureyri

Níu slösuðust, en engin lífshættulega, í tveimur árekstrum sem urðu á Svalbarðsstrandarvegi skammt frá Akureyri undir kvöld í gær.

Fyrst slösuðust tveir menn, sem voru í bíl sem ók aftan á annan bíl. Beita þurfti klippum til að ná þeim úr bílnum. Síðan slösuðust sjö manns í hörðum árkestri tveggja bíla.

Allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum þeirra. Hálka var á veginum og eru slysin rakin til þess



Fleiri fréttir

Sjá meira


×