Innlent

Próflaus á óskráðum vélsleða með leyfi pabba

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði unglingspilt í dag þar sem hann ók óskráðum vélsleða innan bæjar við Heiðarból í Reykjanesbæ.

Reyndist pilturinn ekki með tilskilin réttindi til að aka vélsleða en faðir hans, sem er skráður fyrir honum, hafði veitt honum leyfi til að aka sleðanum.

Fátt bar annað til tíðinda hjá lögreglunni á Suðurnesjum annað en það að fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá er hraðast ók mældist á 127 kílómetra hraða á klukkustund. Þá var einn ökumaður kærður fyrir ógætilegan akstur á Hafnargötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×