Innlent

Látinn eftir umferðarslys

Eldri maður, sem slasaðist alvarlega í árekstri á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu þann 9. janúar, lést um hádegisbil í gær á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Hann hét Eiríkur Jónsson og var 85 ára gamall. Hann var ókvæntur og barnslaus. Hann var til heimilis að Laugarbakka í Miðfirði en var áður bóndi á Svertingsstöðum. Slysið varð þegar hann beygði af afleggjaranum frá bænum og inn á þjóðveg eitt en ók þá í veg fyrir vörubifreið, sem skall aftan á jeppanum. Við það kastaðist jeppinn út af veginum og var ökumaður hans fluttur með þyrlu til Reykjavíkur og lagður inn á gjörgæsludeild. Ökumann vörubílsins sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×