Erlent

Indverjum ráðið frá að ferðast til Pakistans

Guðjón Helgason skrifar
Indverskir hermenn á landdamærum Indlands og Pakistans.
Indverskir hermenn á landdamærum Indlands og Pakistans.

Yfirvöld á Indlandi ráða Indverjum frá því að ferðast til nágrannaríksins Pakistans. Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna frá morðárásinni í Múmbaí á Indlandi í síðasta mánuði. Indverjar hafa sakað Pakistana um að ganga ekki nægilega hart gegn herskáum hópum í landinu sem beri ábyrgð á árásinni.

Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins var í dag spurður út í handtöku á Indverja eftir sprengjuárás í Lahore í Pakistan í gær. Hann svaraði því til að óráðlegt væri fyrir Indverja að ferðast til Pakistans. Þeir sem þangað yrðu að fara skyldu ekki dvelja þar lengi.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×