Innlent

Spurningar ítarlegar til að fá sem bestar skýringar

Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.

Umboðsmaður Alþingis segir í fyrirspurnarbréf sínu til Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, að ítarlegar spurningar séu settar fram til þess að gefa ráðherra sem best tækifæri til að senda skýringar sínar og þar með verði lagður sem bestur grunnur að athugun umboðsmanns.

Umboðsmaður hefur sent fyrirspurnarbréfið í heild sinni til fjölmiðla en það hefur að geyma alls ellefu spurningar um sem snúa að skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Tveir umsækjendur, sem taldir voru hæfari en Þorsteinn samkvæmt matsnefnd, kvörtuðu til umboðsmanns.

Hann sem sendi Árna fyrirspurnarbréfið og hefur Árni svarað nú. Þar sakar Árni umboðsmann meðal annars um að hafa myndað sér afstöðu í málinu fyrir fram. Halda megi því fram að svörin, og þar með andmælaréttur ráðherra, hafi þá takmarkaða þýðingu þegar leyst verður úr málinu.

Við þessu bregst umboðsmaður nú með því að benda á að ítarlegri spurningar hafi verið lagðar fram en hann telji að jafnaði þörf á til þess að leggja sem bestan grunn að frekari athugun á málinu og afgreiðslu á þeim kvörtunum sem umboðsmanni hafa borist vegna þessa máls.

Fyrirspurnarbréf umboðsmanns má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×