Innlent

Borgin kaupir hús í Breiðholti undir skólastarf

Kleifarsel 18.
Kleifarsel 18. MYND/Stefán

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að festa kaup á húsi að Kleifarseli 18 í Seljahverfi í Breiðholti sem nota á undir frístundaheimili á vegum ÍTR og starfsemi heilsdagsskóla fyrir fötluð börn. Þá er einnig til skoðunar að hafa annars konar skólastarf í húsinu.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni verslunarhúsnæði og íbúðir hafi verið í húsinu og voru uppi áform um að breyta því alfarið í íbúðarhús og byggja við en húsið stendur við hlið Seljaskóla. Því mótmæltu íbúar hverfisins og komu fram óskir þeirra um að húsið yrði nýtt íbúum hverfisins í hag.

„Með því að nýta húsið í þágu skólastarfs vill borgin koma til móts við íbúana og efla þjónustu við börn og foreldra í hverfinu," segir í tilkynningu borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×