Innlent

Íslendingur sennilega í vitorði með hraðbankaræningjum

Hraðbanki. Mynd/ Einar.
Hraðbanki. Mynd/ Einar.
Gera má ráð fyrir að Íslendingur eða Íslendingar séu í vitorði með útlendingunum tveimur, sem handteknir voru í Leifsstöð í fyrrakvöld, með margar milljónir íslenskra króna í seðlum í farangrinum.

Peningana höfðu þeir svikið út úr hraðbönkum og notað til þess íslensk kortanúmer, sem þeir hafa líklega aflað erlendis. Þeir voru á leið til London með íslensku seðlana, þar sem erfitt eða ómögulegt er að skipta þeim í erlendan gjaldeyri, hvað þá í ljósi umræðna um íslenskt efnahagslíf í Bretlandi.

Lögregla verst fregna af rannsókninni, en mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram yfir helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×