Innlent

Stúlka sem kærði nauðgun kann sjálf að verða kærð

Sautján ára stúlka, sem kærði fjóra karlmenn fyrir nauðgun í síðustu viku, kann sjálf að verða kærð fyrir rangar sakargiftir. Upptaka af atburðinum er talin mikilvægt sönnunargagn í málinu.

Stúlkan kærði mennina fjóra fyrir að hafa nauðgað sér í íbúð sem tveir þeirra hafa á leigu í borginni. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Við rannsókn málsins komst fljótt í ljós að einn hinna handteknu átti á síma sínum mynd og hljóðupptöku af samskiptum sínum við stúlkuna kvöldið sem hin meinta nauðgun átti að hafa farið fram.

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður ekki séð á upptökunni að stúlkan hafi verið beitt ofbeldi heldur virðist hún þvert á móti vera að heimta fíkniefni af mönnunum í skiptum fyrir kynlíf. Á upptökunni sést jafnframt hvar stúlkan hótar mönnunum því að hún kæri þá fyrir nauðgun fái hún ekki fíkniefni.

Mennirnir fjórir hafa allir verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Ekki er ólíklegt að stúlkan sjálf verði kærð fyrir rangar sakargiftir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×