Innlent

Nokkurt tjón í vatnsleka í Árbæ

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Valli

Talsverðar annir voru hjá slökkviliði í gærkvöld og nótt og var það meðal annars kallað út þrisvar vegna elds í bílum og einu sinni vegna vatnsleka.

Eldur kom upp í bíl við Unufell um ellefuleytið í gær og skemmdist hann mikið og er jafnvel talinn ónýtur. Þá var tilkynnt um eld í bíl í Neshömrum í Grafavogi um klukkustund síðar og er bílinn illa farinn. Þá var slökkviliðið kallað að Steinhellu í Hafnarfirði um tvöleytið og þar var líka eldur í bíl. Hann er einnig talinn ónýtur. Eldsupptök í öllum tilvikum eru ókunn.

Þessu til viðbótar var slökkviliðið kallað að húsnæði eldri borgara í Hraunbæ en þar hafði kalt vatn runnið úr þvottvél og voru um 100 fermetrar undir vatni. Talið er að töluverðar skemmdir hafi orðið þar. Þar að auki sinnti slökkviliðið fjölmörgum sjúkraflutningum í gærkvöld og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×