Fiorentina vann langþráðan sigur á Juventus í hörkuleik í dag sem endaði 3-2 fyrir gestina. Fiorentina hafði ekki unnið Juventus á útivelli í tvo áratugi og náði að vinna leikinn þrátt fyrir að lenda undir 2-1.
Emil Hallfreðsson var á varamannabekk Reggina sem gerði 0-0 jafntefli við Palermo á heimavelli, en kom ekki við sögu í leiknum.
Úrslitin á Ítalíu í dag:
Cagliari 2 - 1 Genoa
Empoli 0 - 2 Siena
Juventus 2 - 3 Fiorentina
Livorno 1 - 0 Catania
Reggina 0 - 0 Palermo
Sampdoria 2 - 2 Torino
Udinese 2 - 0 Atalanta
Napoli og Inter eigast við síðar í kvöld.