Innlent

Háhyrningur í Reykjavíkurhöfn

Háhyrningurinn á sundi við Sæbrautina.
Háhyrningurinn á sundi við Sæbrautina.

Breskir skólakrakkar sem fóru í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn í morgun sáu heldur óvenjulega sýn.

Eftir tæplega 10 mínútna siglingu sást háhyrningur og ætlaði áhöfnin ekki að trúa því þegar skólakrakkarnir hrópuðu „orca!", því að háhyrningar eru mjög sjaldséðir á þessum slóðum. Háhyrningurinn synti með fram landi um stund og var hægt að fylgjast með honum frá Sæbrautinni.

„Eftir að hafa fylgt þessum skemmtilega gesti í um 40 mín, sigldum við lengra út á haf í leit að öðrum tegundum. Þetta var svo sannarlega ógleymanleg upplifun fyrir skólahópinn og fyrir áhöfnina um borð," segir Eva María Þórarinsdóttir hjá Reykjavík Whale Watching.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×