Innlent

Kýrin Obba hækkar um 165 þúsund krónur

Kýrin Obba á bænum Brakanda í Hörgárdal mjólkaði mest allra íslenskra kúa á síðasta ári eða rúmlega 12.200 kíló af mjólk. Fyrir þann fjölda fengu eigendur hennar um 591.085 krónur.

Þann 1.apríl hækkar heildsöluverð á mjólk um 14,6%. Ef Obba mjólkar sama lítrafjölda á næsta ári þénar hún 756.590 krónur. Obba mun því bæta rúmum 165.000 krónum í búið á Brakanda.

Það er verðlagsnefnd búvara sem stendur á bak við þessa hækkun og hækkar mjólkurlítrinn að líkindum í hundrað krónur úti í búð.

Ástæður þessara verðhækkana eru sagðar vegna hækkana áburðarverðs, kjarnfóðurs og fjármagnsliða í verðlagsgrundvelli kúabús.

Samkvæmt tölum frá Bændasamtökunum eru 637 mjólkurbú á landinu og eru kýrnar nærri 31 þúsund talsins. Meðalbústærð hér á landi er nærri nærri 49 kúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×