Innlent

Tjáir sig ekki um uppsögn

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um uppsögn sína sem tilkynnt var um á miðnætti í gær þegar Vísir ræddi við hann í morgun.

Uppsögn Jóhanns var upplýst á fjölmennum fundi með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra um þjóðmálaumræðu sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis stóð að í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í gærkvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis baðst Jóhann lausnar vegna óánægju sinnar með fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á Leifsstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×