Innlent

Hefur efasemdir um sannsögli Björns Inga

,,Björn Ingi segir hvað? Og hver hafði samband við Björn Inga? Ég fullyrði að þetta er rangt að honum hafi verið boðið upp í dans að þessu sinni vegna þess að hann spilaði sig út úr pólitíkinni með því sem hann gerði í haust," sagði Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, í spjalli við Heimi og Kollu í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, í morgun.

Agnes ræddi málin ásamt Björgu Evu Erlendsdóttur, blaðamanni 24 stunda, í þættinum. Agnes telur þetta sams konar pakka og margumræddan fatapakka Björns Inga. Björg Eva sagði það vel geta verið að Björn Ingi sé að segja ósatt en benti á að hann sé líklega ekki sá eini og vísuðu þær báðar til þeirra sambanda sem þær hafa.

Umræða blaðamannanna var í kjölfar forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag þar sem Björn Ingi Hrafnsson segir að sjálfstæðismenn hafi boðið sér að taka þátt í myndun nýs meirihluta. Í sömu frétt kemur fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafni því að rætt hafi verið við aðra en Ólaf F. Magnússon.

 

Hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni hér: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857




Fleiri fréttir

Sjá meira


×