Innlent

Útförin var stórkostleg leikflétta

Hin leynilega útför Fischers á bökkum Ölfusár í gærmorgun varð til þess að margir sem vonuðust til að geta kvatt hann, urðu af tækifærinu, þeirra á meðal Boris Spasský.

Einar S. Einarsson segir Spasský hafi brugðist við með þeim orðum að útförin hafi verið stórkostleg leikflétta af hálfu hins látna. Þarna hafi hann platað bæði fjölmiðlahirðina og umheiminn allan.

Fulltrúi ættingja Fischers í Bandaríkjunum, sem kom til landsins til að vera við útförina, missti einnig af athöfninni. Hann hefur ráðið íslenskan lögfræðing til að gæta hagsmuna fjölskyldunnar, meðal annars til að kanna hvort Fischer hafi í raun verið kvæntur hinni japönsku Myoko Watai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×