Innlent

Loðnan er fundin

Áhöfnin á loðnuskipinu Bjarna Ólafssyni AK segir á heimasíðu sinni að þeir hafi loksins fundið loðnuna sem lengi hefur verið leitað. Í gær fékk skipið 120 tonn af stórri og góðri loðnu sem var þar að auki átulítil.

Þessi loðna var mun stærri og þroskaðari en sú loðna sem Bjarni hefur áður fengið í nótina á miðunum norður af landinu.

"Við köstuðum aftur í gærmorgun og hífðum núna eftir hádegi, þetta var samskonar loðna og við fengum í morgun, aflin var 250 tonn. Nú vantar bara Hafró á staðinn til að mæla en það eru torfur á töluvert stóru svæði hérna, segir á heimasíðunni. "Vinnslan er kominn á fullt og við hérna um borð bara nokkuð ánægðir með lífið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×