Innlent

Dæmdur fyrir að ryðjast inn og ráðast á fyrrverandi sambýliskonu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og ráðist á hana.

Manninum var gefið að sök að hafa rifið í hár konunnar, hent henni til og frá, tekið hana upp og hent henni á rúm í svefnherbergi og haldið henni þar með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í hársverði og á baki og varð fyrir miklu andlegu áfalli.

Maðurinn játaði brot sitt en hann hafði aldrei áður komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×