Innlent

Hanna Birna kjörin forseti borgarstjórnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var kjörin forseti borgarstjórnar með átta atkvæðum nýs meirihluta gegn sjö auðum seðlum fráfarandi meirihluta. Hanna Birna byrjaði á því að ítreka við fólk á pöllum að sýna stilinngu því ef það yrði ekki gert neyddist hún til að rýma fundinn.

Fyrsti varaforseti borgastjórnar var kjörinn Dagur B. Eggertsson með öllum greiddum atkvæðum borgarfulltrúa nema einu. Annar varafoseti borgarstjórnar var kjörinn Gísli Marteinn Baldursson með átta greiddum atkvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×