Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir máttlitlar mótvægisaðgerðir 24. janúar 2008 10:59 MYND/Pjetur Varaformaður Framsóknarflokksins óttast atgervisflótta úr fiskvinnslu í kjölfar fjölmargra uppsagna á síðustu mánuðum og vill að stjórnvöld bjóði því fólki sem þar missir vinnuna tækifæri til menntunar því að kostnaðarlausu. Ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málefnum þessa hóps. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun að nánast daglega bærust fréttir af uppsögnum í fiskvinnslu og hafi nú hundruð manna nú misst vinnuna. Þetta hefði verið fyrirséð vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að skera niður þorsskvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Ríkisstjórnin hefði kynnt mótvægisaðgerðir en hún teldi þær ófullnægjandi. Benti hún á tillögu framsóknarmanna í málinu þess efnis að fólk sem missti vinnuna í fiskvinnslu gæti aflað sér menntunar á kostnað stjórnvalda í tiltekinn tíma. Spurði hún Geir H. Haarde forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir að þessi hugmynd fengi brautargengi. Forsætisráðherra sagði ekki hægt að svara þessari fyrirspurn Valgerðar óundirbúið en sagði ástandi alvarlegt eins og allir vissu. Benti hann á að framsóknarmenn hefðu lagt til 150 þúsund tonna þorskkvóta í stað 130 þúsund tonna en þau 20 þúsund tonn sem munaði hefðu ekki breytt miklu um uppsagnirnar sem rætt væri um. Stjórnvöld hefðu tekið ábyrga ákvörðun til þess að byggja upp þorskstofninn til framtíðar. Í millitíðinni skapaðist ástand og mótvægisaðgerðum væri ætlað að vinna gegn því. Þótt allar aðgerðirnar gögnuðust ekki fiskvinnslufólki beint þá myndu þær veita innspýtingu á viðkomandi svæðum. Kallaði hann eftir því að menn tækju höndum saman í málinu og fagnaði sérstaklega ábyrgum viðbrögðum verkalýðsforystunnar. Valgerður sagðist óttast atgervisflótta úr greininni. Það væri gott að tala um að mála hús og annað en það væri mikilvægt að missa ekki fólkið úr sjávarútveginum. Þess vegna væri hugmynd framsóknarmanna góð og vildi Valgerður að hún yrði tekin með þegar tekið væri á vandanum. Geir H. Haarde sagði allar góðar hugmyndir verða teknar með í áframhaldandi vinnu stjórnvalda í málinu. Þegar væri búið að skipa nefndir sem ættu að fjalla um þau svæði á landinu sem stæðu höllum fæti og hagvöxtur væri lítill. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Valgerði Sverrisdóttur um að mótvægisaðgerðir stjórnvalda dygðu ekki. Staðan gæfi hins vegar innsýn í tvö atriði, aðgerðaleysi ríkisstjórnarinanr og ranglátt kvótakerfi þar sem eigendur kvóta gætu ráðstafað lífi og atvinnu heilu byggðarlaganna. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Varaformaður Framsóknarflokksins óttast atgervisflótta úr fiskvinnslu í kjölfar fjölmargra uppsagna á síðustu mánuðum og vill að stjórnvöld bjóði því fólki sem þar missir vinnuna tækifæri til menntunar því að kostnaðarlausu. Ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málefnum þessa hóps. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun að nánast daglega bærust fréttir af uppsögnum í fiskvinnslu og hafi nú hundruð manna nú misst vinnuna. Þetta hefði verið fyrirséð vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að skera niður þorsskvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Ríkisstjórnin hefði kynnt mótvægisaðgerðir en hún teldi þær ófullnægjandi. Benti hún á tillögu framsóknarmanna í málinu þess efnis að fólk sem missti vinnuna í fiskvinnslu gæti aflað sér menntunar á kostnað stjórnvalda í tiltekinn tíma. Spurði hún Geir H. Haarde forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir að þessi hugmynd fengi brautargengi. Forsætisráðherra sagði ekki hægt að svara þessari fyrirspurn Valgerðar óundirbúið en sagði ástandi alvarlegt eins og allir vissu. Benti hann á að framsóknarmenn hefðu lagt til 150 þúsund tonna þorskkvóta í stað 130 þúsund tonna en þau 20 þúsund tonn sem munaði hefðu ekki breytt miklu um uppsagnirnar sem rætt væri um. Stjórnvöld hefðu tekið ábyrga ákvörðun til þess að byggja upp þorskstofninn til framtíðar. Í millitíðinni skapaðist ástand og mótvægisaðgerðum væri ætlað að vinna gegn því. Þótt allar aðgerðirnar gögnuðust ekki fiskvinnslufólki beint þá myndu þær veita innspýtingu á viðkomandi svæðum. Kallaði hann eftir því að menn tækju höndum saman í málinu og fagnaði sérstaklega ábyrgum viðbrögðum verkalýðsforystunnar. Valgerður sagðist óttast atgervisflótta úr greininni. Það væri gott að tala um að mála hús og annað en það væri mikilvægt að missa ekki fólkið úr sjávarútveginum. Þess vegna væri hugmynd framsóknarmanna góð og vildi Valgerður að hún yrði tekin með þegar tekið væri á vandanum. Geir H. Haarde sagði allar góðar hugmyndir verða teknar með í áframhaldandi vinnu stjórnvalda í málinu. Þegar væri búið að skipa nefndir sem ættu að fjalla um þau svæði á landinu sem stæðu höllum fæti og hagvöxtur væri lítill. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Valgerði Sverrisdóttur um að mótvægisaðgerðir stjórnvalda dygðu ekki. Staðan gæfi hins vegar innsýn í tvö atriði, aðgerðaleysi ríkisstjórnarinanr og ranglátt kvótakerfi þar sem eigendur kvóta gætu ráðstafað lífi og atvinnu heilu byggðarlaganna.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira