Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu nærri 250 g af hassi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 250 grömm af hassi og lítilræði af kókaíni. Fíkniefnin fundust við leit lögreglu á dvalarstað mannsins. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Auk dómsins voru öll fíkniefnin gerð upptæk. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×