Innlent

Uppsögnin mikið áfall

Gísli S. Einarsson
Gísli S. Einarsson

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, segir það mikið áfall fyrir sveitarfélagið að HB Grandi hyggist segja upp öllum starfsmönnum sínum í landvinnslu á Akranesi.

Greint var frá því fyrr í dag að HB Grandi stefndi að því að leggja af landvinnslu botnfisks á Akranesi í núverandi mynd og hefja sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní næstkomandi. Þetta þýddi að öllum stafsmönnum félagsins á Akranesi yrði sagt upp 1. febrúar, alls 59 manns, en tuttugu yrðu endurráðnir.

"Ég tel að fyrirtækið sé að gera veruleg mistök því að hér er eitthvað stabílasta starfsfólk sem þekkist í þessum iðnaði," sagði Gísli í samtali við Vísi. Hann sagði að um væri að ræða starfsfólk sem hefði verulega reynslu af fiskvinnslustörfum. Gísli tók þó fram að þetta væri ákvörðun fyrirtækisins og að ekki yrði tekið fram fyrir hendurnar á stjórnendum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×