Innlent

Guðfríður Lilja kallar eftir ró vegna Fischers

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, kallar eftir meiri ró í kringum umræðuna um útför Bobby Fischers og vill að menn bíði með yfirlýsingar þar til vilji unnustu hans liggur.

Guðfríður segir unnustu Fischers væntanlega til landsins og hvetur menn til að bíða þangað til hún hafi lýst sínum sjónarmiðum um útförina og hvar skákmeistarinn skuli lagður til hvílu.

Hún sagði það þó óska Skákhreyfingarinnar að Fischer yrði jarðsettur á Íslandi. Menn yrðu þó að bíða með frekari yfirlýsingar þar til vilji hans nánustu væri ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×