Jafnlaunavottun úr sögunni? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:30 Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé. Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé.
Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira